Stjórnmál og stjórnsýsla

Stjórnmál og stjórnsýsla (e. Icelandic Review of Politics and Administration) er vísindatímarit sem birtir niðurstöður rannsókna á íslenskum stjórnmálum og viðfangsefnum sem tengjast opinberri stefnumótun. Greinar með víðari skírskotun koma þó einnig til álita, einkum greinar sem uppfylla gæðaviðmið tímaritsins og beita samanburðaraðferðum eða gera grein fyrir kenningarlegum eða aðferðafræðilegum nýjungum.  Tímaritið tekur við greinum stjórnmálafræðinga og fræðimanna á skyldum sviðum sem fjalla um stjórnmál, opinbera stjórnsýslu og efni sem tengjast opinberri stefnumótun. Sjá nánar í leiðbeiningum til höfunda.

Tímaritið birtir greinar á ensku eða íslensku og er gefið út á vefformi tvisvar á ári; vorhefti um miðjan júní (í lok júní 2020) og hausthefti um miðjan desember.  Prentuð útgáfa fræðigreina beggja tölublaða fyrra árs kemur úr í mars árið eftir. Skilafrestur greina er 1. apríl fyrir vorheftið og 1. október fyrir haustheftið. Skilafrestur vegna vorheftis 2023 er 11. apríl.

Tímaritið er öllum opið á netinu samkvæmt skilmálum Creative Commons BY (4.0).

Árg. 18, Nr 2 (2022): Hausthefti

Efnisyfirlit

Ritrýndar greinar

Sara Þöll Finnbogadóttir, Eva H. Önnudóttir
165-188
Bríet B. Einarsdóttir, Jón Gunnar Ólafsson
PDF
189-212
Gunnar Helgi Kristinsson
213-234
Ragna Kemp Haraldsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
PDF
235-260
Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir, Gyða Margrét Pétursdóttir
PDF
261-282
Guðrún Ragnarsdóttir, Jón Torfi Jónasson
PDF
283-312