Ritstjórnarstefna

Umfang og markmið

Stjórnmál og stjórnsýsla er vísindatímarit sem birtir niðurstöður rannsókna á íslenskum stjórnmálum og viðfangsefnum sem tengjast opinberri stefnumótun. Greinar með víðari skírskotun koma þó einnig til álita, einkum greinar sem uppfylla gæðaviðmið tímaritsins og beita samanburðaraðferðum eða gera grein fyrir kenningarlegum eða aðferðafræðilegum nýjungum.  Tímaritið tekur við greinum stjórnmálafræðinga og fræðimanna á skyldum sviðum sem fjalla um stjórnmál, opinbera stjórnsýslu og efni sem tengjast opinberri stefnumótun.

Tímaritið birtir greinar á ensku eða íslensku. Þegar greinar eru skrifaðar á íslensku þarf að fylgja þeim útdráttur á ensku.

Tilgangur tímaritsins er að gera fræðilegt efni um íslensk stjórnmál, stjórnsýslu og opinbera stefnumótun aðgengilegt með það fyrir augum að auka við þekkingu og efla faglega umræðu á þessum sviðum.

 

Stefna

Frá ritstjóra

Yfirfarið Innsending opin Yfirfarið Skráð í gagnabanka Yfirfarið Ritrýnt

Ritrýndar greinar

Stjórnmál og stjórnsýsla er ritrýnt tímarit með „gagnkvæmri leynd“ (e. double blind) þar sem umsagnaraðilar fá ekki upplýsingar um greinarhöfunda og greinarhöfundur ekki upplýsingar um ritrýna. Til að grein fáist birt í tímaritinu þarf að vera nýnæmi að efninu og það er greinarhöfunda að sýna fram á í hverju það felst. Efni sem birst hefur áður í bókum eða fræðitímaritum er að öðru jöfnu ekki tekið til birtingar í tímaritinu. Nýnæmi getur falist í kenningarlegu framlagi, aðferðafræði og því að ný gögn séu kynnt.

Yfirfarið Innsending opin Yfirfarið Skráð í gagnabanka Yfirfarið Ritrýnt
 

Ritrýniferli

Stjórnmál og stjórnsýsla er ritrýnt tímarit með „gagnkvæmri leynd“ (e. double blind) þar sem umsagnaraðilar fá ekki upplýsingar um greinarhöfunda og greinarhöfundur ekki upplýsingar um ritrýna.

 

Útgáfutíðni

Tímaritið er gefið út á vefformi tvisvar á ári í júní og desember, en prentuð útgáfa fræðigreina tveggja tölublaða fyrra árs kemur úr í febrúar-mars árið eftir.

Skilafrestir fyrir greinar eru 1. apríl og 1. október.

 

Reglur um opinn aðgang

Veftímaritið er í opnum aðgangi og er efni þess til frjálsrar dreifingar án endurgjalds fyrir notendur og stofnanir. Notendum er heimilt að lesa, upphlaða, afrita, dreifa, prenta, leita í eða tengja við fullan texta greina sem birtast í veftímaritinu og án þess að afla sér fyrirfram heimildar frá útgefanda eða höfundi. Þetta er í samræmi við DOAJ skilgreiningu á opnu aðgengi.