Saga tímaritsins

Vefritið Stjórnmál & stjórnsýsla var opnað í desember 2005 að frumkvæði stjórnenda Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Upphafleg gerð hans var hönnuð af Kristínu Evu Ólafsdóttur vefhönnuði hjá Gagarín og annaðist Valberg Lárusson tæknilega uppsetningu. Vefurinn var unninn í mambo vefumsjónarkerfinu og vistaður hjá Reiknistofnun Háskólans.

Næsta útgáfa vefsins var opnuð í júní 2011 og annaðist Dagný Reykjalín hjá Blekhönnun vefhönnun og hönnun skjala fyrir fræðigreinar, almennar greinar og bókadóma, en Sigurður Fjalar Jónsson sá um tæknilega uppsetningu. Verkefnisstjórar voru Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnmála og stjórnsýslu og Haukur Arnþórsson, vefstjóri. Hinn endurnýjaði vefur var unninn í WordPress vefumsjónarkerfinu og er hann vistaður hjá Reiknistofnun Háskólans.

Á árinu 2013 var unnið að upptöku núverandi vefkerfis, sem heitir Open Journal System (OJS). Það er bæði ritstjórnarkerfi og birtingarkerfi, auk fleiri notkunarmöguleika. Notuð var uppsetning Dagnýjar Reykjalín frá síðusta vef tímaritsins. Haukur Arnþórsson vefstjóri vann við verkefnið undir stjórn Ástu Möller forstöðumanns og með stuðningi frá Reiknistofnun Háskólans.