Umhverfisleg sjálfbærni Íslands: Staðan og aðkoma stjórnvalda

Lára Jóhannsdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir, Snjólfur Ólafsson

Útdráttur


Umhverfisleg sjálfbærni miðar að því að ekki sé gengið á höfuðstól náttúrunnar þannig að komandi kynslóðir beri skarðan hlut frá borði þegar kemur að því að hagnýta náttúrugæði. Tilgangur með rannsókn þessari var að fá sýn sérfræðinga á umhverfislega sjálfbærni Íslands, styrkleika, veikleika og möguleika til úrbóta. Gagna var aflað með rýnihópaviðtölum við sérfræðinga á sviði líffræðilegs fjölbreytileika, orku, vatns, landnýtingar, úrgangsmála, hafs og stranda, og lofthjúps, auk þess að meistaranemar tóku þátt í rýnihópaviðtali. Niðurstaðan leiddi í ljós að þrátt fyrir að sérfræðingahópunum hafi verið ætlað að fjalla um umhverfislega sjálfbærni út frá ólíkum umhverfislegum þemum þá komu fram svipaðar áherslur innan hópanna hvað stjórnsýsluleg atriði varðar. Áherslurnar voru á stefnumörkun stjórnvalda, mælingar og eftirlit, lög og reglur, hagræn stjórntæki, stjórnsýslu, pólitík, skipulagsmál, hagsmunaaðila, rannsóknir og samvinnu. Umræðan í rýnihópunum snérist í meira mæli um veikleika og hvar úrbóta er þörf, fremur en um styrkleika. Því má álykta sem svo að það sé verk að vinna þegar kemur að stjórnsýslulegum þáttum sem snúa að umhverfislegri sjálfbærni Íslands.

Efnisorð


Rýnihóparannsókn; umhverfisleg sjálfbærni; stefnumörkun; stjórnsýsla; umbætur.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.2.13

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.