Hrunið skýrt: Sjónarhorn klassískra kenninga um fjármálakreppur

Stefán Ólafsson

Útdráttur


Hér er leitast við að skýra íslenska bóluhagkerfið og fjármálahrunið 2008 með lærdómi af klassískum kenningum um fjármálakreppur. Þar er einkum um að ræða kenningar Keynes, Minskys, Kindlebergers, Reinharts og Rogoffs. Spurt er hvers vegna bóluhagkerfið og hrunið komu til sögunnar á Íslandi; hvers vegna fjármálaþróunin hér fór jafn mikið afvega og raun ber vitni; hverjir voru helstu gerendurnir; og hvað þeim gekk til með háttarlagi sínu?
Sýnt er að stefnubreyting í stjórnmálum og skipulagsbreytingar í fjármálum og atvinnulífi gátu af sér bæði ný tækifæra og nýjar áhættur og greiddu jafnframt götu nýrra áhrifaaðila í samfélaginu, ekki síst með einkavæðingu ríkisbankanna. Mikil oftrú á óhefta markaðshætti einkageirans ýtti undir andvaraleysi stjórnvalda og annarra gagnvart nýju áhættunum, um leið og nýju tækifærin voru sótt af miklum krafti. Af hlaust klassísk en óvenju stór fjármálabóla, er náði hámarki á árunum 2003-2008, með ofurvexti bankakerfisins og aukinni áhættutöku er stefndi fjármálastöðugleika Íslands í hættu.
Helsta sérkenni íslensku bólunnar var viðamikil spákaupmennska viðskiptalífsins með hlutabréf og aðrar eignir, sem einkum var fjármagnað með lántökum. Afleiðingin varð óhófleg söfnun erlendra skulda þjóðarbúsins, sem er einmitt algengasta beina orsök fjármálakreppa. Helstu gerendurnir voru hátekju- og stóreignafólk, sem hagnaðist gríðarlega á árunum að hruni. Tekjur þeirra jukust mjög langt umfram tekjur annarra, ekki síst fjármagnstekjurnar, sem spruttu öðru fremur af ósjálfbæra bóluhagkerfinu.

Efnisorð


Fjármálakreppa; bóluhagkerfi; skuldsetning; gerendur; ójöfnuður.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2016.12.1.6

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.