Of seint, óljóst og veikt: Hvernig og hvers vegna hugmyndin um fyrsta viðkomustaðinn í heilbrigðiskerfinu hefur misst marks

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir

Útdráttur


Þessi rannsókn snýst um hugmyndir og hagsmuni í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Rannsóknin lýsir því hvernig annars vegar hugmyndin um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og hugmyndin um það að sjúklingar eigi að hafa nokkurt val um það hvert þeir sæki þjónustu innan kerfisins hafa tekist á við mótun kerfisins í hart nær hálfa öld. Leitast er við að varpa ljósi á þá spurningu hvers vegna stjórnvöldum hefur ekki tekist að ná því markmiði að heilsugæslan verði að jafnaði fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðisþjónustunni. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast betri skilning á því hvernig gjá milli markmiða og niðurstöðu í opinberri stefnumótun eins og greina má í þessu stefnumáli verður til. Byggt er m.a. á áralöngum rannsóknum á þróun íslenska heilbrigðiskerfisins, m.a. birtum og óbirtum gögnum úr rannsóknum höfundar og viðtölum við lækna, embættismenn og stjórnmálamenn. Stuðst er við kenningar um innleiðingarferli í opinberri stefnumótun til að draga upp fræðilega mynd af því hvernig framkvæmd og eftirfylgni þessarar stefnumótunar hefur gengið fyrir sig. Þá er gefin mynd af því hvernig mál komast á dagskrá stjórnvalda og hvers vegna tilraunir stjórnvalda til að koma á meiriháttar breytingum takast stundum, en oftast ekki. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að betra aðgengi að heilsugæsluþjónustu fyrir landsmenn sem fyrstu lögin lögðu áherslu á var fyrst og fremst ætlað að ná til íbúa á landsbyggðinni. Aftur á móti, þá kom markmiðið um fyrsta viðkomustaðinn of seint fram sem stefnumið stjórnvalda, markmið stefnumótunar og innleiðingar voru óljós og misvísandi, og stjórntækin of veik.

Efnisorð


Opinber stefnumótun; stefnubreytingar; stefnu innleiðing; heilbrigðiskerfi; stjórnmál heilbrigðismála.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2015.11.2.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.