Áhættusækni í útrásargleði: Karlar og konur í bönkum og fjármálafyrirtækjum
Útdráttur
Femínískir fræðimenn hafa lengi bent á að fjármálafyrirtæki starfa í anda karllægra gilda þar sem ákveðnum kynjuðum strúktúr er viðhaldið. Þannig á kapítalískt efnahagskerfi og fjölþjóðleg fyrirtækjamenning sinn þátt í að svokölluð þverþjóðleg viðskiptakarlmennska hefur í vaxandi mæli öðlast gildi, bæði hnattrænt og staðbundið. Þetta kallar á nánari skoðun á því hvernig slíkt ferli á sér stað í staðbundnu samhengi. Í samfélagslegum umræðum hér á landi strax eftir hrun mátti greina ákveðið ákall um breytingar á stöðu kynjanna innan fjármálageirans og almennt. Í greininni er sjónum beint að fjármálafyrirtækjum og bönkum hér á landi og upplifun og reynsla starfsfólks af stöðu kynjanna innan fyrirtækja fyrir og eftir hrun skoðuð út frá alþjóðlegum rannsóknum. Greiningin byggir á viðtölum við starfsfólk fjármálafyrirtæka varðandi hugmyndir um karlmennsku, ólíks eðlis kynjanna og jafnræðis.
Efnisorð
Fjármálastofnanir; hrunið; kyngervi; karlmennska; jafnrétti.
Heildartexti:
PDFDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2015.11.2.6
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.