Verkföll opinberra starfsmanna á Íslandi

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

Útdráttur


Verkföll eru eitt helsta tæki launþega til að ná fram kröfum gagnvart viðsemjendum sínum. Hér á landi var þessi réttur launþega á almennum vinnumarkaði lögfestur árið 1938. Staða opinberra starfsmanna fram eftir 20. öldinni var frábrugðin stöðu launþega á almennum vinnumarkaði hvað samnings- og verkfallsrétt varðaði. Launakjör voru ákvörðuð með lögum. Verkfallsréttur opinberra starfsmanna var afnuminn með lögum 1915. Árið 1976 fengu ríkisstarfsmenn verkfallsrétt þegar um aðalkjarasamning var að ræða og opinberum stéttarfélögum var síðan veitt heimild til verkfallsaðgerða árið 1986. Í þessari rannsókn eru rakin verkföll opinberra starfsmanna þ.e. starfsmanna ríkis og sveitarfélaga frá árinu 1977 og varpað er ljósi á helstu ástæður verkfalla á opinberum vinnumarkaði. Samtals töpuðust á þessu tímabili 1.974.699 dagar vegna verkfalla á íslenskum vinnumarkaði og af þeim er heildarfjöldi tapaðra daga vegna verkfalla á opinberum vinnumarkaði 932.102 eða 47,7%. Þannig má segja að opinberir starfsmenn, sem eru rúmlega fimmtungur íslensks vinnuafls, standi fyrir u.þ.b. helmingi af töpuðum vinnudögum vegna verkfalla hér á landi. Í rannsókninni má sjá tölulegt yfirlit um verkföll á almennum og opinberum vinnumarkaði. Greindar eru ástæður og kröfur stéttarfélaganna sem leiddu til verkfallanna og reiknað er út umfang verkfalla á opinberum og almennum vinnumarkaði þ.e. fjöldi tapaðra daga á hverja 1000 starfsmenn. Raktar eru ástæður tíðra verkfalla meðal opinberra starfsmanna og loks ræddar leiðir til að minnka átök á opinberum vinnumarkaði. Helstu ástæður verkfalla á opinberum vinnumarkaði má rekja til launamunar á milli hins almenna og opinbera vinnumarkaðar opinberum starfsmönnum í óhag ásamt innbyrðis mun á launum meðal háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Enn fremur hefur fyrirkomulag kjarasamningagerðarinnar og samskipti samningsaðila áhrif.

Efnisorð


Opinber vinnumarkaður; kjarasamningar; verkföll; umfang verkfalla; verkfallsvilji.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2015.11.2.7

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.