Ákvörðun þolenda ofbeldis að tilkynna brot til lögreglu

Margrét Valdimarsdóttir

Útdráttur


Aðeins hluti þolenda ofbeldis tilkynnir til lögreglu og vanmetur því opinber afbrotatölfræði raunverulegan fjölda brota. Þar sem að vilji fólks til að tilkynna er mismunandi á milli hópa innihalda gögnin einnig kerfisbundna skekkju. Þannig getur verið að gögn sem eru notuð til að móta stefnu- og lagabreytingar í réttarkerfinu gefi upp ranga mynd af algengi og eðli brota. Í rannsókninni er skoðað hvaða tengsl tegund brotaflokks, félagsleg staða þolanda, og traust til lögreglu hafa á ákvörðun um að tilkynna ofbeldi. Rannsóknin byggir á samsettu gagnasetti þolendakannana sem lagðar voru fyrir árlega frá 2014 til 2021 (n = 19.440). Niðurstöður sýna að hlutfallslega færri þolendur kynbundins ofbeldis tilkynna til lögreglu en þolendur allra annarra brotaflokka. Mat þolanda á alvarleika brotsins hefur sterkustu áhrif á hvort ofbeldi til er tilkynnt til lögreglu. Ungt fólk og fólk utan höfuðborgarsvæðisins leitar síður til lögreglu en aðrir hópar. Í greininni er farið yfir flókin tengsl á milli trausts til lögreglu og ákvarðana um að tilkynna ofbeldi. Rannsóknin gefur til kynna að fólk sem hefur nýlega reynslu af ofbeldi beri minna traust en þau sem ekki hafa slíka reynslu, og traust er minna hjá þolendum kynbundins ofbeldis sem hafa tilkynnt en þeim sem ekki hafa tilkynnt til lögreglu. Þetta á ekki við um annars konar líkamsárásir. Rannsóknin gefur auk þess til kynna hlutfallslega fleiri þolendur alvarlegs ofbeldis í nánum samböndum tilkynni nú en á árunum 2014 til 2017.

Efnisorð


Tilkynningar til lögreglu; þolendur ofbeldis; kynbundið ofbeldi.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2022.18.1.2

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.