Hvenær verður minnihluti atkvæða að meirihluta fulltrúa? Tengslin milli atkvæðahlutfalls og stjórnarmeirihluta í skoðanakönnunum og í bæjarstjórnarkosningum 1930-2002

Ólafur Þ. Harðarson, Indriði H. Indriðason

Útdráttur


Fylgi flokka í kosningum og skoðanakönnunum er jafnan reiknað í prósentum af gildum atkvæðum. Þegar upp er staðið er það hins vegar fulltrúafjöldinn sem skiptir mestu máli, enda byggir meirihlutamyndun á honum. Þessi grein fjallar um tengsl atkvæðahlutfalls og fulltrúafjölda, einkum í tengslum við íslenskar sveitarstjórnarkosningar. Athugað er hversu algengt það hefur verið að einn flokkur fái meirihluta fulltrúa út á minnihluta atkvæða í bæjarstjórnum á tímabilinu 1930-2002. Jafnframt er athugað hvort það hefði einhverju breytt ef reikniregla St. Laguë hefði verið notuð í stað reiknireglu d'Hondt. Loks er sýnt hvernig bæta má upplýsingagildi skoðanakannana með því að meta líkurnar á því hversu marga fulltrúa hver flokkur fái miðað við tiltekna niðurstöðu könnunar. Reikniregla kennd við d'Hondt hefur lengst af verið notuð til þess að skipta fulltrúum á flokka eftir atkvæðamagni á Íslandi, bæði í hlutfallskosningum til sveitarstjórna og Alþingis. Helsta undantekningin er að kjördæmasætum til Alþingis var skipt samkvæmt reglu stærstu leifar (Largest Remainder-Hare) í kosningum frá 1987-1999 (Ólafur Þ. Harðarson 2002). Regla d'Hondt hefur þann eiginleika að hún er hagstæð stórum flokkum, einkum þegar fjöldi fulltrúa er lítill. Reglan felst í því að deilt er í atkvæðatölu hvers flokks með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. - og hæstu útkomurnar gefa fulltrúa, jafnmarga og kjósa á.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2005.1.1.1

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.