Alþingi í ljósi samþættingar löggjafarvalds og framkvæmdavalds

Þorsteinn Magnússon

ÚtdrátturGrein þessi er rituð í framhaldi af grein í Tímariti lögfræðinga þar sem fjallað var um þá spurningu hvort ríkisvaldið á Íslandi sé tvískipt með þeim hætti að löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið hafi runnið saman í einn valdþátt er lúti forustu ríkisstjórnarinnar. Greininni er ætlað að varpa ljósi á stöðu Alþingis í ljósi samþættingar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds, en með samþættingu er vísað til þess að sami pólitíski aðilinn, þingmeirihlutinn, fer með stjórn þessara tveggja megingreina ríkisvaldsins. Færð eru fyrir því rök að þrátt fyrir samþættinguna hafi löggjafarvald og framkvæmdarvald ekki runnið saman í einn valþátt. Rætt er jafnframt um hlutverk Alþingis í því pólitíska umhverfi sem samþættingin skapar og bent á að þrátt fyrir samþættinguna gegni þingið mikilvægu hlutverki í löggjafarferlinu og rakið hvernig þingið sinnir öðrum hlutverkum, svo sem eftirlitshlutverki og umræðuhlutverki. Þá er dregið fram að það leiðir af samþættingunni að pólitísk átakalína er ekki milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds heldur milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Þessi staða varpi ljósi á það mikilvæga hlutverk sem stjórnarandstaða gegnir í stjórnkerfi þar sem sami aðili stýrir bæði löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi. Það sé þess vegna eðlilegt að endurmat fari fram á því hvað felist í því að styrkja stöðu Alþingis. Bent er á að slíkt geti ekki fyrst og fremst falist í því að skerpa skil löggjafarvalds og framkvæmdarvalds þar sem takmörk eru fyrir því hversu langt er hægt ganga í þeim efnum í íslenska stjórnkerfinu. Menn hljóti ekki síður að íhuga hver eigi að vera staða stjórnarandstöðunnar og hvernig eigi að búa að henni.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2005.1.1.2

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.