Fylgisbreytingar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga vorið 2002

Guðmundur B. Arnkelsson

ÚtdrátturLýst er annmörkum þess að álykta um fylgi og fylgisþróun á grundvelli niðurstaðna einstakra fylgiskannana. Gerð er grein fyrir almennri umræðu í aðdraganda borgarstjórnarkosninga vorið 2002 og helstu annmarka þeirrar umræðu. Grein er gerð fyrir þeim eiginleikum sem samhæft mat á fylgisþróun sem nær yfir niðurstöður margra kannana þarf að hafa. Staðbundin aðfallsgreining (local regression) er notuð til að fá yfirlit yfir fylgisþróun síðustu fimm vikur fyrir kosningar, kosningaspá og mat á óvissu. Í ljós kom að fylgisbreytingar voru mjög hægar, yfirburðir R-lista minnkuðu fram að 14. maí en jukust síðan fram að kjördegi. Minnstur var fylgismunurinn tæp sex prósentustig og sigur R-lista því aldrei verulega í hættu. Með hliðsjón af mikilli óvissu í niðurstöðum einstakra kannana, sáust fá merki um umtalsverðan kerfisbundinn mun eftir könnunaraðilum. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi þess að rannsaka fylgisþróun og hagnýta vitneskju um hana til að búa til líkön sem gera kleift að spá fyrir um niðurstöður kosninga og lágmarka óvissu í slíkri spá.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2006.2.1.2

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.