Forveri forseta. Konungur Íslands 1904-1944

Helgi Skúli Kjartansson

ÚtdrátturHér er fjallað um konungsvaldið í íslenskum málum á heimastjórnartíma (1904-1918) og tíma íslenska konungsríkisins - í raun aðeins til 1940 því að ríkisstjóri gegndi hlutverki konungs á allt annan hátt en hann sjálfur. Þegar Ísland varð lýðveldi 1944 tók forseti þess við því hlutverki sem Danakonungur hafði áður gegnt í stjórnskipun Íslands. Vissulega ekki óbreyttu, en sama hlutverki þó í langflestum atriðum. Ekki heldur beint af konungi, því að eftir hernám Danmerkur 1940 var það fyrst ríkisstjórnin sjálf sem falin var meðferð konungsvaldsins, og síðan í þrjú ár ríkisstjórinn, staðgengill konungs, en því embætti gegndi Sveinn Björnsson, sá sem svo hélt áfram sem forseti fyrstu lýðveldisárin. Engu að síður er nærtækt, þegar rætt er um eðli og þróun forsetaembættisins, að leita samanburðar við konungshlutverkið eins og það hafði mótast á sínum tíma. Slíkum samanburði ætla ég mér ekki að fylgja eftir hér, enda stendur það kannski öðrum nær en sagnfræðingum, heldur takmarka mig við tíma konungsvaldsins, en fjalla um þá þætti þess sem helst skipta máli þegar hugsað er um lýðveldistímann og forsetaembættið.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2006.2.1.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.