Leikstjóri, leikari eða áhorfandi? Forsetinn og stjórnarmyndanir

Guðni Th. Jóhannesson

ÚtdrátturStjórnarkreppa, stjórnarmyndunarviðræður, stjórnarmyndunarumboð; allt eru þetta orð og hugtök sem hafa ekki verið ofarlega á baugi á Íslandi síðustu 15 ár eða svo. Vel gekk að mynda ríkisstjórnir eftir alþingiskosningar árin 1991 og 1995 og stjórnin sem var mynduð í seinna skiptið sat áfram við völd eftir kosningarnar árin 1999 og 2003. Í ljósi sögunnar er þetta þó óvenjulegt ástand og þótt það sé nógu erfitt fyrir sagnfræðinga að slá einhverju föstu um fortíðina verður því spáð hér að við næstu þingkosningar geti gengið treglega að mynda ríkisstjórn. Og þá mun koma til kasta forseta Íslands, eins og raun hefur verið í fyrri stjórnarkreppum í landinu. Í þessu yfirliti verður gerð stutt grein fyrir þeim ólíku venjum sem hafa skapast og þeim óljósu reglum sem hafa gilt um stöðu forseta við stjórnarmyndanir á Íslandi. Einnig verður minnst á þær hugmyndir sem hafa öðru hvoru vaknað um að gera þá stöðu skýrari í stjórnarskránni.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2006.2.1.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.