Fiskurinn eða fullveldið? Hvað skýrir ólík tengsl Íslands og hinna Norðurlandanna við Evrópusamrunann?

Eiríkur Bergmann

ÚtdrátturÞrátt fyrir að Norðurlöndin fimm hafi verið heldur treg í taumi í Evrópusamvinnunni hafa þau öll kosið að taka virkan þátt í Evrópusamrunanum, þótt með æði ólíkum hætti sé. Fræðikonan Cristine Ingebritsen heldur því fram að það séu hagsmunir ríkjandi atvinnugreina í hverju ríkja Norðurlandanna sem á endanum ráði tengslunum við Evrópusamrunann. Samkvæmt henni eru það hagsmunir sjávarútvegsins sem komi í veg fyrir ESB-aðild Íslands. Það veikir hins vegar kenningu Ingebritsen að aldrei hefur verið látið reyna á hvort mögulegt sé að finna ásættanlega lausn fyrir íslenskan sjávarútveg í aðildarviðræðum. Sú staðreynd bendir til að það sé eitthvað annað en sjávarútvegurinn sem raunverulega hindri ESB-aðild Íslands. Fræðimenn hafa verið ósammála um hvort hagsmunir eða hugmyndir skipti meiru við að skýra tengsl ríkja við Evrópusamrunann. Í þessari grein er sýnt fram á að öfugt við kenningu Ingebritsen er skýringanna ekki síður að leita í hugmyndum, svo sem í skilningi þjóðanna á fullveldi og þjóðerni. Í því ljósi er sú spurning áhugaverð hvort hugmyndir Íslendinga um formlegt fullveldi komi í veg fyrir fulla aðild að ESB en að innan ramma þeirra heimilist það raunverulega framsal ákvarðanatöku sem þegar fellst í EES-aðildinni.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2006.2.1.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.