Stjórnarmyndanir á Íslandi 1971-2007

Guðni Th. Jóhannesson

ÚtdrátturEftir tólf ára tímabil viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem lauk árið 1971, tók við óróaskeið í íslenskum stjórnmálum. Næstu tvo áratugi voru átta ríkisstjórnir við völd í landinu og stjórnarmyndanir voru nær alltaf langar og strangar; tóku að jafnaði einn til tvo mánuði í það minnsta. Árið 1991 varð hins vegar breyting á. Stjórnarskipti urðu þá hröð, sömuleiðis árið 1995 og næstu tólf ár sátu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur saman í stjórn - jafnlengi og viðreisnarstjórnin á sínum tíma. Stjórnarmyndunarviðræður vorið 2007 gengu jafnsnurðulaust fyrir sig og því má jafnvel ætla að verklag við stjórnarskipti hafi breyst til frambúðar. "Stjórnarkreppa", "stjórnarmyndunarviðræður" og "stjórnarmyndunarumboð" eru hugtök sem áður voru á hvers manns vörum eftir kosningar en eru nú nær horfin úr hugum landsmanna. Í þessari grein verður stiklað frá einni stjórnarmyndun til annarrar á tímabilinu. Skýringa verður leitað á því hvers vegna svo illa gekk að koma ríkisstjórnum saman áður fyrr og hvers vegna sá vandi virtist mun viðráðanlegri þegar fram liðu stundir. Einnig verður nefnt hvernig farið hefur fyrir áformum eða óskum um stjórnir "félagshyggjuflokkanna" í sambandi við stjórnarmyndanir og hvernig hlutverk forseta Íslands hefur snarminnkað við þær. Mestu rúmi er varið í umfjöllun um nýliðnar kosningar og stjórnarmyndun að þeim loknum.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2007.3.1.1

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.