Meirihluti og margræði. Ríkisstjórnarmyndanir 1939-1959

Stefanía Óskarsdóttir

Útdráttur


Á Íslandi þróaðist það fyrirkomulag að ríkisstjórnir eru jafnan samsteypustjórnir með tryggan þingmeirihluta á bak við sig. Í nágrannaríkjum okkar, Danmörku, Svíþjóð og Noregi, urðu minnihlutastjórnir hins vegar algengasta ríkisstjórnarformið. Hér réð úrslitum skipulag kjördæma- og flokkakerfisins, staða þings gagnvart ríkisstjórn/framkvæmdarvaldi og skipulag samskipta aðila vinnumarkaðarins. Þar sem samráðskerfi á vinnumarkaði var ekki fyrir hendi fyrr en síðar, og opinber afskipti af efnahagslífinu voru mikil, hvíldi sú ábyrgð á íslenskum ríkisstjórnum að reyna að hafa einhliða hemil á verðbólgu og halda uppi atvinnu í efnahagsumhverfi sem oft einkenndist af þenslu á vinnumarkaði, tíðum verkfallsátökum og skammlífum kjarasamningum. Ríkisstjórnir urðu að styðjast við góðan þingmeirihluta því þær þurftu að hafa pólitískt bolmagn til að fylgja eftir aðgerðum sem voru oft og tíðum óvinsælar en voru eigi að síður taldar óhjákvæmilegar til að tryggja samkeppnisstöðu útflutningsgreinanna. Þetta sýnir saga ríkisstjórnamyndanna á árunum 1939-1959. Ríkisstjórnir á þessu tímabili urðu hins vegar skammlífar þar sem oft urðu átök á milli stjórnarflokka um nauðsyn og útfærslu efnahagsaðgerða. Íslenskt stjórnkerfi mótaðist því ekki síður af efnahagslegum veruleika en pólitískum aðstæðum.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2007.3.1.2

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.