Vinnulöggjöfin (lög nr. 80/1938) í 70 ár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

ÚtdrátturLögin um stéttarfélög og vinnudeilur eða vinnulöggjöfin eins og hún er oftast kölluð var lögtekin árið 1938. Vinnulöggjöfin mótar samskipta- og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði. Helsta markmið hennar er að tryggja vinnufrið í landinu, lögin eiga að tryggja að vegna árekstra sem kunna að skapast á milli aðila vinnumarkaðarins hljótist sem minnst tjón fyrir atvinnulífið í landinu. Verkalýðshreyfingin hefur ekki séð ástæðu til breytinga á vinnulöggjöfinni í gegnum tíðina og hefur ekki sýnt frumkvæði í þá veru og mótmælt veigamiklum breytingum harðlega. Reynslan hefur sýnt að tilraunir til meiriháttar breytinga á vinnulöggjöfinni án samráðs við verkalýðshreyfinguna hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Þegar breytingar hafa staðið fyrir dyrum hefur verkalýðshreyfingin ætíð kallað eftir víðtæku samráði aðila vinnumarkaðarins. Verkalýðshreyfingin hefur alltaf staðið einhuga um að verja sinn helgasta rétt, verkfallsréttinn, og staðið vörð um tilvistargrundvöll sinn, réttinn til félagsstofnunar og réttarstöðu gagnvart viðsemjendum sínum. Vinnuveitendur á hinn bóginn hafa alla tíð kallað eftir breytingum á vinnulöggjöfinni, sérstaklega eftir að atvinnu- og þjóðfélagshættir breyttust en löggjöfin breyttist ekki í takti við þær breytingar. Vinnuveitendur hafa í gengum tíðina viljað bæta aðferðafræði og verklag við gerð kjarasamninga, gera samningaviðræður skilvirkari og setja lágmarksreglur um atkvæðagreiðslur um kjarasamninga og verkfallsboðun. Í seinni tíð hafa vinnuveitendur lagt á það áherslu að breyta ákvæðum Félagsdóms í þá veru að hægt væri að áfrýja málum til æðra dómstigs. Í þessari grein er fjallað um vinnulöggjöfina, aðdraganda að setningu hennar, afstöðu verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda ásamt þeim tillögum sem fram hafa komið um breytingar á löggjöfinni. Sérstaklega er rætt um breytingarnar sem gerðar voru árið 1996.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2008.4.2.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.