Framboð eða eftirspurn? Árangur kvenna í prófkjörum flokkanna

Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, Indriði H. Indriðason

ÚtdrátturFátítt er að prófkjör séu notuð við uppsetningu framboðslista í löndum sem notast við hlutfallskosningakerfi eins og flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi gera. Prófkjör eru hins vegar gagnleg til að skoða áhrif ýmissa einkenna frambjóðenda á árangur þeirra í stjórnmálum. Ólíkt almennum kosningum eru einstaklingum greidd atkvæði og vinsældir flokkanna og leiðtoga þeirra á landsvísu hafa minni áhrif á árangur einstakra frambjóðenda. Í þessari grein er fjallað um prófkjör á Íslandi 1970-2007. Sérstök áhersla er lögð á árangur kvenna en því hefur oft verið haldið fram að konur eigi erfiðara uppdráttar í prófkjörum en þegar farnar eru hefðbundnari leiðir við uppstillingu framboðslista. Því er mikilvægt að skoða hver árangur kvenna í íslenskum prófkjörum er og hvaða breytingar hafa orðið frá því að stjórnmálaflokkarnir tóku upp prófkjör. Í ljósi þess að konur standa höllum fæti er leitast við að svara því hvar orsökin liggur. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að ekki sé um viðhorf kjósenda í prófkjörunum að sakast heldur sé skýringarinnar fremur að leita í því að færri konur bjóða sig fram og á það sérstaklega við um forystusæti framboðslistanna.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2008.4.2.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.