Þróun refsinga fyrir kynferðisbrot

Ragnheiður Bragadóttir

ÚtdrátturRefsiákvarðanir dómstóla fyrir kynferðisbrot hafa sætt gagnrýni á undanförnum árum og þykja of vægar. En á gagnrýnin við rök að styðjast og hefur hún haft áhrif? Til þess að svara því þarf að liggja fyrir samantekt sem gefur heildarmynd af refsingum fyrir brotin og hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á ákvörðun þeirra. Með lögum nr. 61/2007 voru ákvæði almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um kynferðisbrot endurskoðuð og lögfest ýmis nýmæli sem hafa áhrif á ákvörðun refsingar fyrir þessi brot og þar með hver refsingin er sem dæmd er hverju sinni. Þessi nýmæli felast í því að skilgreiningum brotategunda hefur verið breytt, refsimörk hafa verið hækkuð og lögfest hafa verið ákvæði um refsihækkun og þyngingu refsingar, en einnig um refsilækkun og refsibrottfall, ef gerandi og þolandi brots eru á svipuðum aldri og þroskastigi. Í fyrri hluta greinarinnar er fjallað um þessi nýmæli. Í seinni hlutanum er gerð grein fyrir þróun refsiákvarðana Hæstaréttar í kynferðisbrotamálum á tímabilinu 1992-2008. Fjallað er um refsingar fyrir nauðgun, bæði þá sem framin er með ofbeldi eða hótun um það, og þá sem beinist að þroskahömluðu, sofandi eða ofurölvi fólki. Þá er gerð grein fyrir þróun refsinga fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Niðurstaðan er sú að dæmdar refsingar hafa þyngst, bæði fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum yngri en 15 ára, og hófst sú þróun áður en lögunum var breytt.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2009.5.1.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.