Gildissvið upplýsingalaga

Kjartan Bjarni Björgvinsson

ÚtdrátturÍ þessari grein verður reynt að svara hvaða aðilar og starfsemi falla undir upplýsingalögin. Verður þá fyrst fjallað um hvað telst til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í skilningi laganna, en skilgreining þess hefur grundvallarþýðingu um gildissvið þeirra. Þá verður einnig fjallað um að hvaða marki einkaréttarlegir aðilar geti fallið undir lögin og að hvaða leyti lögin taka til svonefndra hálfopinberra aðila. Með hálfopinberum aðilum er átt við lögaðila sem hvorki verða dregnir í dilka hefðbundinna stofnana á vegum hins opinbera né einkaréttarlegra félaga. Einnig er vikið að stöðu almennra einkaaðila og með hvaða hætti þeir geta fallið undir lögin. Niðurstaða greinarinnar er að upplýsingalögin hafi víðtækt gildissvið gagnvart einkaréttarlegum athöfnum opinberra aðila og skapi stjórnsýslunni mikilvægt aðhald í þeim efnum, m.a. um hvernig stjórnvöld fara með eignarhlut í eigin fyrirtækjum. Ekki er þó þar með sagt að það sem gerist innan fyrirtækjanna sé einnig undirorpið upplýsingalögunum. Sterkar vísbendingar eru um að lögin gildi alls ekki um starfsemi fyrirtækja þegar Alþingi hefur fært rekstur opinberra aðila í slík félagaform eða veitt stjórnvöldum heimild til þess að lögum. Í greininni er einnig fjallað um þá óvissu sem ríkir um stöðu einkaréttarlegra félaga sem opinberir aðilar hafa stofnað til án lagaheimildar. Niðurstaða úrskurðarnefndar upp lýsingamál um slík félög er gagnrýnd svo og úrskurðir sömu nefndar um stöðu Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Loks eru gerðar athugasemdir við niðurstöðu nefndarinnar um að skilanefndir fjármálafyrirtækja sem stofnað er til með heimild í hinum sérstöku neyðarlögum haustið 2008 teljist til stjórnsýslu samkvæmt upplýsingalögum.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2010.6.1.1

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.