Fjölmennustu flokkar heims. Meðlimaskipulag íslenskra stjórnmálaflokka

Gunnar Helgi Kristinsson

ÚtdrátturÍsland hefur þá sérstöðu meðal lýðræðisþjóða að mun hærra hlutfall kjósenda er skráð í stjórnmálaflokka en þekkist annars staðar. Þetta vekur spurningar um eðli og hlutverk flokksaðildar og kallar á skýringar á sérstöðu Íslands. Auk þess hefur meðlimum stjórnmálaflokkanna fjölgað hér á landi, þvert á reynsluna í öðrum löndum. Víða um heim veldur fækkun meðlima í stjórnmálaflokkunum áhyggjum, en spyrja má hvort mikill fjöldi meðlima í þeim íslensku sé heilbrigðismerki á íslenska flokkakerfinu. Í þessari grein er leitast við að kortleggja og skýra meðlimaþróun íslensku stjórnmálaflokkanna með hliðsjón af kenningum um skipulag stjórnmálaflokka. Forsenda mikils meðlimafjölda er að aðild að flokkunum er í raun frígæði á Íslandi en þróun prófkjaranna hefur átt meginþátt í því að gera þá möguleika til fjölgunar meðlima sem frígæðin skapa að veruleika.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2010.6.2.1

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.