Íslensk vinnustaðamenning. Skýr og markviss stefna en skortur á samhæfingu og samþættingu

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Þórhallur Guðlaugsson, Ester Rós Gústavsdóttir

ÚtdrátturHugtakið vinnustaðamenning hefur verið mikið til umræðu síðustu áratugi innan stjórnunar- og skipulagsfræða. Hugtakið er flókið og erfitt er að henda reiður á því. Í þessari grein er gerð ítarleg grein fyrir hugtakinu og greint frá mörgum ólíkum skilgreiningum þess. Fjallað er um íslenskar rannsóknir á vinnustaðamenningu og helstu einkenni íslensks stjórnunarstíls. Sérstökum sjónum er beint að megineinkennum vinnustaðamenningar íslenskra skipulagsheilda. Stuðst er við aðferð Denison til að varpa ljósi á íslenska vinnustaðamenningu. Ýmislegt bendir til að íslenskar skipulagsheildir eigi margt sameiginlegt þegar kemur að vinnustaðamenningu, að hægt sé að benda á sameiginleg megineinkenni í vinnustaðamenningu hérlendis. Helstu niðurstöður eru þær að skipulagsheildir sem skoðaðar voru hafa skýra og markvissa stefnu en ferlar virðast ekki vera vel skilgreindir, illa gengur að útfæra eða inn leiða stefnuna og ólíkum einingum innan skipulagsheildarinnar gengur illa að vinna saman. Í niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að vinnustaðamenning og viðskiptasiðferði íslensku bankanna hafi orðið til þess að starfsemi þeirra fór að mörgu leyti á skjön við lög og reglur og í bága við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Því er áhugavert að skoða mælingar fyrir og eftir efnahagshrun. Þessar mælingar sýna ekki mikinn mun. Sá þáttur sem lendir á styrkleikabili á báðum tímabilunum er undirvíddin skýr og markviss stefna, þ.e. allir meðlimir skipulagsheildarinnar hafa skýra framtíðarsýn og þeir eru reiðubúnir að fara eftir stefnunni. Stefnan sé líkleg til að skapa samkeppnisyfirburði og hún virðist vera skýr í hugum starfsmanna. Á hinn bóginn er afar athyglisvert hversu lágt skor er í undirvíddinni samhæfing og samþætting. Það bendir til þess að þrátt fyrir skýra og markvissa stefnu séu ferlar ekki vel skilgreindir, illa gangi að útfæra eða innleiða stefnuna og ólíkum einingum innan skipulagsheildarinnar virðist ganga illa að vinna saman. Enn fremur er lágt skor í undirvíddunum gildi og breytingar sem getur verið vísbending um að sameiginleg gildi skorti innan skipulagsheilda og grunngildum sé ekki fylgt sem og til tregðu til að fara út í breytingar og taka áhættu.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2010.6.2.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.