Ákvarðanataka skipulagsheilda. Samanburður einkafyrirtækja og opinberra stofnana
Útdráttur
Markmið greinarinnar er að skoða ákvarðanatöku stjórnenda hjá opinberum stofnunum og svara þeirri spurningu hvort munur sé á ákvarðanatöku þeirra saman borið við stjórnendur einkafyrirtækja. Viðtöl voru tekin við stjórnendur hjá þremur einkafyrirtækjum og þremur opinberum stofnunum. Niðurstöður leiða í ljós að stjórnendur opinberra stofnana og einkafyrirtækja virðast beita svipuðum aðferðum við ákvarðanatöku. Munurinn felst fremur í stærð fyrirtækjanna en eignarformi en eftir því sem fyrirtækin eru stærri taka fleiri þátt í ákvarðanatökuferlinu. Greining sýnir að stjórnendur í minni opinberum stofnunum hafa minna umboð til ákvarðanatöku en í einkafyrirtækjum, sérstaklega hvað varðar stefnumarkandi atriði. Að öðru leyti er lítill munur milli smáfyrirtækja og lítilla opinberra stofnana - stjórnendur þeirra beita iðulega skynsemislíkani og takmarkaðri skynsemi við úrlausn vandamála. Ferli ákvarðana er mjög áþekkt í stærri einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum. Ákvarðanir taka lengri tíma hjá opinberum stofnunum í stærri málum eins og nýbyggingum og stefnumótun og þá einkennist ferlið af áfangaákvörðunum þar sem málamiðlanir milli ólíkra hagsmunaaðila eru algengar. Enn fremur má geta þess að margvísleg lög, eins og jafnræðislög, starfsmannalög, stjórnsýslulög og stefna sveitarfélaga, takmarka ákvarðanavald opinberra stjórnenda, sem ekki á við um stjórnendur einkafyrirtækja. Afleiðingar hrunsins í efnahagslífinu höfðu mun meiri áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda opinberu stofnananna en hjá stjórnendum einkafyrirtækjanna, en þó hafði hrunið töluverð áhrif hjá stærsta einkafyrirtækinu.
Efnisorð
Labor market flexibility; downsizing methods; layoffs; pay-cuts.
Heildartexti:
PDFDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2010.6.2.6
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.