Samkeppnishæfni íslenska kvikmyndaiðnaðarins

Konráð Pálmason, Friðrik Eysteinsson

ÚtdrátturKvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi stendur á tímamótum. Mikill niðurskurður á fjárframlögum hins opinbera til kvikmyndasjóða mun leiða til þess að færri kvikmyndaverk (t.d. kvikmyndir og sjónvarpsþættir) verði framleidd og starfsfólki fækki í greininni. Þetta mun draga umtalsvert úr vexti og hamla framþróun atvinnugreinarinnar. Heildartekjur kvikmyndaiðnaðarins af innlendum og erlendum kvikmyndaverkefnum sl. áratug eru áætlaðar um 9 milljarðar króna. Tilgangur rannsóknar höfunda er að greina samkeppnishæfni kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi og að hve miklu leyti hún er byggð á klasasamstarfi. Aðferðafræði rannsóknarinnar fólst í eigindlegum opnum viðtölum við lykilstjórnendur í atvinnugreininni. Kvikmyndaiðnaðurinn er að hluta til samkeppnishæfur. Styrkleiki hans er m.a. hversu einfalt og skilvirkt endurgreiðslukerfi ríkisins til kvikmyndaverkefna er í framkvæmd. Aðrir styrkleikar eru stórbrotin náttúra og auðvelt aðgengi að ólíkum tökustöðum. Góðir innviðir, lítið skrifræði og vinnusamt og hæft vinnuafl hafa jákvæð áhrif á samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Veikleikarnir eru hins vegar að lítil klasamyndun hefur átt sér stað innan greinarinnar, ásamt því að lítil vitund er um samlegðaráhrif sem geta eflt greinina. Heimamarkaðurinn er of lítill og miklar sveiflur í eftirspurn hafa torveldað vöxt greinarinnar. Endurgreiðsluhlutfall ríkisins þarf að hækka úr 20% í 25-30% til að atvinnugreinin geti talist fyllilega samkeppnishæf alþjóðlega. Almenn efnahagsskilyrði hafa dregið úr samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar, s.s. óstöðugur gjaldmiðill og gjaldeyrishöft þó lægra gengi hafi styrkt hana. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa hagnýtt gildi bæði fyrir atvinnugreinina og stjórnvöld.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2011.7.1.8

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.