Viðbrögð tengslanets við gagnrýni á fjármálastöðugleika Íslands

Þröstur Ólafur Sigurjónsson, David Schwartzkopf, Auður Arna Arnarsdóttir

ÚtdrátturFélagsnetakenningin gerir ráð fyrir að þeir, sem eru ábyrgir fyrir viðhaldi flókinna kerfa, hafi ástæðu til þess að verjast ef fram kemur gagnrýni á stöðugleika kerfanna. Vörnin getur tekið á sig form tengslanets sem erfitt getur reynst að komast í gegnum. Þessi rannsókn notar félagsnetafræði til að varpa ljósi á það hvernig viðbrögð við gagnrýni á stöðugleika íslensku bankanna árið 2006 gerði gagnrýnendum og almenningi erfitt fyrir að fá raunsanna mynd varðandi stöðu íslensku bankanna. Tengslanetagreining rannsóknarinnar sýnir hvernig þeir, sem ábyrgir voru fyrir fjármálakerfinu, vörðust gagnrýni sem fram kom í skýrslu Danske Bank og hvernig flókið og þéttriðið "varnarnet" varð til. Rannsóknin sýnir að þeir sem efuðust um stöðugleika íslensks fjármálakerfis þurftu að brjóta á bak aftur marga ólíka "verjendur" og ólík rök þeirra. Rannsóknin nýtir tengslanetafræði með breiðari hætti en gert hefur verið hingað til. Þannig er bæði framkvæmdaraðilum og eftirlitsaðilum sýnd leið til þess að greina tilurð "varnarneta" sem mögulega hafa að markmiði að bægja burt gagnrýni á óstöðug kerfi. Jafnframt er komið með tillögur um hvernig megi auka gagnsæi í umræðu um flókin málefni sem skipta hagsmuni almennings máli.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2011.7.1.9

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.