Stórhuga Íslendingar: Forsaga og upphaf íslenskrar þróunarsamvinnu

Kristín Loftsdóttir

ÚtdrátturHugmyndin um þróunarhjálp til handa fátækari hlutum heimsins fékk hugmyndafræðilegt forræði um miðja 20. öld og þá sem leið til að skilja stöðu ólíkra hluta heimsins. Þrátt fyrir að deilt hafi verið um leiðir eða útfærslu að þróun, var sú hugmynd, að sumar þjóðir væru vanþróaðar og aðrar þróaðar, ekki gagnrýnd sem slík. Litið var á þróunarsamvinnustofnanir sem hlutlaus fyrirbæri sem hefðu yfir að ráða tæknilegri sérfræðiþekkingu sem færa myndi samfélög frá einu stigi þróunar yfir á annað. Söfnun upplýsinga til að staðsetja samfélög á þróunarskala náði til smæstu þátta mannlegs samfélags og gaf hugmyndinni um þróunarlönd áþreifanlegt inntak. Í greinin er upphaf íslenskrar þróunarsamvinnu skoðað og leitast við að setja hana í samhengi við alþjóðlegar hugmyndir um þróunarsamvinnu. Umfjöllunin hefst á umræðu um mótun alþjóðlegrar þróunarsamvinnu út í hinum stóra heimi og hugmyndafræðilegt forræði hennar. Síðan er gerð grein fyrir því hvernig viðfangsefnið "þróunarlönd" birtist í íslensku samhengi á ákveðnu tímabili og hvernig má sjá áhrif frá alþjóðlegum straumum, sem endurspeglast meðal annars í auknum þrýstingi á stjórnvöld að hefja þróunarsamvinnu. Fyrstu skref stofnunarinnar Aðstoð Íslands við þróunarlöndin sem sett var á fót 1971 endurspegla þó lítinn áhuga stjórnvalda á þróunarsamvinnu. Greinin varpar einnig ljósi á áhrif þessa alþjóðlegu straumar á Íslandi og hvernig þeir virkjuðu hluta þjóðarinnar í ákalli um mikilvægi þess að íslenska þjóðin sinnti þróunarsamvinnu.

Efnisorð


Þróunarsamvinna; þróunarlönd; þjóðernishyggja; yfirvald.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2011.7.2.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.