Frá mjúkum yfir í harðar samdráttaraðgerðir á vinnumarkaði: Sveigjanleiki fyrirtækja og stofnana í kjölfar hruns

Arney Einarsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Auður Arna Arnarsdóttir

ÚtdrátturFyrirtæki og stofnanir þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum þegar þjóðarbúskapurinn verður fyrir skyndilegu áfalli eins og raunin varð á Íslandi haustið 2008. Margt bendir til þess að skipulagsheildir beiti gjarnan uppsögnum starfsmanna til þess að draga saman seglin við slíkar aðstæður. Á sveigjanlegum vinnumarkaði má þó gera ráð fyrir að fyrirtæki beiti einnig ýmsum öðrum samdráttaraðgerðum samtímis uppsögnum, s.s. launalækkunum, yfirvinnubanni og frystingu í ráðningum svo fátt eitt sé upptalið. Slíkum aðgerðum er þá beitt til að reyna að koma í veg fyrir uppsagnir og þar með dreifa með jafnari hætti afleiðingum samdráttar meðal starfsfólks og á vinnumarkaði. Í þessari grein er stillt upp hugmyndafræðilegum ramma þar sem ólíkar mannauðstengdar samdráttaraðgerðir eru skilgreindar og flokkaðar, frá mjúkum að gerðum yfir í harðar, í ljósi þess hve mikil áhrif má ætla að þær hafi á starfsfólk. Varpað er ljósi á það hvort fyrirtæki og stofnanir beittu sambærilegum eða ólíkum aðgerðum í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og út frá því dregnar ályktanir um sveigjanleika þeirra. Gagna var aflað meðal forsvarsmanna starfsmannamála í fyrirtækjum og stofnunum með yfir 70 starfsmenn og nær rannsóknin yfir tvö tímabil, átta mánuði og níu til tuttugu mánuði frá hruni. Niðurstöður gefa vísbendingu um skjót viðbrögð og töluverðan sveigjanleika hjá fyrirtækjum á almennum markaði og í opinberum stofnunum þótt viðbrögðin séu síðbúnari hjá opinberum stofnunum. Opinberar stofnanir nota mildari samdráttaraðgerðir en einkafyrirtækin á fyrstu átta mánuðunum eftir hrun en byrja að beita óhefðbundnari og harðari samdráttaraðgerðum í auknum mæli, og af krafti, er lengra líður frá hruni.

Efnisorð


Sveigjanleiki á vinnumarkaði; samdráttaraðgerðir; uppsagnir; launalækkanir.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2011.7.2.6

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.