Fátækt,fötlun og velferð

James G. Rice, Rannveig Traustadóttir

ÚtdrátturGreinin fjallar um niðurstöður tveggja rannsókna þar sem rýnt var í hið flókna samspil fátæktar og fötlunar. Fátækt er brýnt samfélagsvandamál og alþjóðastofnanir hafa unnið fjölmargar rannsóknir um fátækt og mismunun í heiminum. Þó að fyrirliggjandi gögn sýni að fatlað fólk sé líklegra en ófatlað til að vera fátækt hafa fáar rannsóknir beinst að samspili fötlunar og fátæktar. Markmið rannsóknanna sem hér er greint frá var að afla þekkingar á félagslegum og fjárhagslegum aðstæðum fatlaðs fólks og öryrkja með áherslu á að öðlast skilning á daglegri reynslu og sjónarhorni fólksins sjálfs. Beitt var eigindlegum aðferðum, einstaklingsviðtölum og rýnihópaviðtölum. Þátttakendur voru alls um 80, fjölbreyttur hópur með tilliti til aldurs, skerðingar, fjölskylduaðstæðna, búsetu, menntunar og fleiri þátta. Niðurstöður sýna að þátttakendur bjuggu við þröngan kost, margir áttu erfitt með að uppfylla brýnustu þarfir sínar og fjölskyldunnar og börðust við að falla ekki í fátækt. Fólk sýndi mikla útsjónarsemi við að lifa af á örorkubótum. Þrátt fyrir það var erfitt eða ómögulegt fyrir flesta að leggja fyrir til að eiga varasjóð en það er lykilatriði til að takast á við óvænt áföll og útgjöld. Þegar í harðbakka sló leituðu þátttakendur aðstoðar í félagslegu tengslaneti sínu, oftast til fjölskyldu, og ljóst er að gagnkvæm stuðningstengsl gátu skipt miklu um afkomu fólks. Þær erfiðu fjárhagslegu og félagslegu aðstæður sem flestir bjuggu við sköpuðu álag, kvíða og streitu sem höfðu neikvæð áhrif á líðan og heilsufar. Mikilvægt er að aðgerðir stjórnvalda til að sporna við fátækt byggist á þekkingu á aðstæðum fólks og þeim flóknu ferlum sem eru að verki þar sem fátækt og fötlun mætast.

Efnisorð


Fátækt; fötlun; örorka; velferð.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2011.7.2.9

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.