Takmarkanir á eignarráðum erlendra aðila yfir fasteignum á Íslandi
Útdráttur
Samkvæmt 2. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er heimilt með lögum að takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi. Um takmörkun á eignarhaldi erlendra aðila á fasteignum hér á landi gilda nú lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna en fyrstu lögin sem sett voru um þessi efni voru lög nr. 63/1919 um sama efni. Meginregla gildandi laga er sú að erlendum aðilum, einstaklingum og lögaðilum, er óheimilt að öðlast fasteignaréttindi hér á landi nema að uppfylltum ströngum skilyrðum, svo sem um lögheimili o.fl. Aðilar sem njóta réttar samkvæmt EES-samningnum njóta þó rýmri réttar. Auk þess hafa erlendir aðilar, sem hafa heimild til að stunda atvinnurekstur á Íslandi, ákveðinn rétt. Komist er að þeirri niðurstöðu að rétt sé að taka lög nr. 19/1966 til endurskoðunar.
Efnisorð
Eignaréttur; stjórnarskráin; erlendir aðilar.
Heildartexti:
PDFDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.1.11
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.