Sendur í sveit

Jónína Einarsdóttir

ÚtdrátturRannsóknir á búferlaflutningi barna til lengri eða skemmri tíma án samfylgdar foreldris eða löggilds forráðamanns beinast oftast að börnum sem flytja úr einum stað í annan innan eða milli lágtekjulanda. Slíkur flutningur er oft bendlaður við mansal. Hér er skoðaður siðurinn að senda íslensk börn í sveit þar sem þau dvöldu að sumri til hjá venslafólki eða vandalausum. Byggt er á fyrirliggjandi rituðum heimildum, s.s. dagblöðum, tímaritum, skjölum og skýrslum barnaverndaryfirvalda. Það var viðtekin skoðun að sveitavist barna fylgdi ávinningur fyrir samfélagið, fjölskylduna og barnið sem myndi njóta óspilltrar náttúru landsins, hreins fjallalofts, kjarnmikillar fæðu, samveru við dýrin, sveitamenningarinnar auk möguleikans að læra til vinnu og að vera matvinnungur. Einstaklingar, félagasamtök, góðgerðarstofnanir og barnaverndaryfirvöld sameinuðust um að koma sem flestum börnum í sveitavist, ýmist á sveitabæjum eða sumardvalarheimilum. Vistin var talin sérlega mikilvæg fyrir afbrotabörn og börn sem bjuggu m.a. við fátækt, óreglu, lauslæti og veikindi. Heimildir benda til að mestan hluta 20. aldar hafi verið meira framboð af börnum sem vantaði sveitavist en sveitaheimilum sem vildu taka við þeim. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um fjölda barnanna og reynslu þeirra en ljóst er að þau voru mörg og reynslan breytileg. Einnig er lítið vitað um reynslu annarra af siðnum, t.d. sveitafólksins og foreldranna. Siðurinn að senda börn í sveit, sérstaklega þegar ekki er um barnaverndarúrræði að ræða, fellur undir hugtakið flutningur barns án samfylgdar foreldris eða löggilds forráðamanns. Varast ber að líta á slíkan sið sjálfkrafa sem mansal barna og sama gildir um hliðstæðar uppeldisvenjur sem tíðkast annars staðar.

Efnisorð


Sveitadvöl; þéttbýli; börn.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.1.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.