Yfirlit um stöðu og áhrif jafnari kynjahlutfalla við stjórnun og í stjórnum fyrirtækja

Jón Snorri Snorrason

ÚtdrátturÍ þessari yfirlitsgrein er farið yfir stöðu kvenna í stjórnum fyrirtækja, bæði hér á landi og erlendis. Aðeins rúm 20% stjórnarsæta eru skipuð konum og svipað hlutfall er í hópi æðstu stjórnenda. Farið verður yfir þróun þessara mála og reynt að leita skýringa á stöðunni og hvernig hún getur breyst. Kynntar verða helstu rannsóknir sem hafa kannað hver áhrifin eru af fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja. Ýmsum spurningum er velt upp, svo sem hvort fjölbreyttar stjórnir séu líklegri til að skila meiri rekstrarárangri, hvort stjórnhættir breytist með fjölbreytni og loks hvort fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja muni leiða til þess að konum fjölgi í stöðum æðstu stjórnenda. Það liggur fyrir að þau fyrirtæki sem hafa konur í stjórn skila betri árangri en niðurstöður rannsókna benda til þess að erfitt sé hins vegar að fullyrða að fjölgun kvenna í stjórn leiði til betri árangurs. Í erlendum gögnum sjáum við að konur sitja yfirleitt í stjórnum stærri fyrirækja en þessu virðist öfugt farið hér á landi. Sammerkt með öllum rannsóknum er að fjölgun kvenna í stjórnum leiðir ekki til fjölgunar kvenna í stjórnunarstöðum. Vegna nýlegrar lagasetningar um kynjakvóta þurfa mörg stórfyrirtæki að gera verulega bragarbót í þessum efnum. Loks er farið yfir mögulegar leiðir sem eru fyrir hendi í ljósi þeirrar staðreyndar að veruleg fjölgun kvenna verður að koma til ætli fyrirtækin að uppfylla lagaskilyrðin.

Efnisorð


Stjórnir; stjórnendur; konur; árangur.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.1.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.