Nýskipan í ríkisrekstri: Þjónustusamningar hins opinbera og réttarstaða notendaþjónustu.

Eva Marín Hlynsdóttir

ÚtdrátturÍ grein þessari er fjallað um réttindi notenda þjónustu þegar verkefnum hins opinbera hefur verið útvistað með þjónustusamningum byggðum á 30. gr. fjárreiðulaga. Umfjöllunin er í eðli sínu þverfagleg á sviði stjórnsýslufræða annars vegar og stjórnsýsluréttar hins vegar. Hugmyndafræðin, sem liggur að baki þjónustusamningum, byggir á þeirri hugsun að hægt sé að einkavæða verkefni hins opinbera án þess að það hafi nein áhrif á réttarstöðu þeirra sem njóta þjónustunnar. Út frá sjónarhorni stjórnsýsluréttarins er hins vegar horft til þess að verkefni stjórnvalda hafi ákveðinn tilgang og hlutverk ásamt því að um þau gildi ákveðnar reglur sem ekki síst sé ætlað að vernda þá sem njóta þjónustunnar. Þegar verkefni eru færð frá hinu opinbera til einkaaðila missi þessar reglur ef til vill marks og þeir sem þjónustunnar njóta kunni að skaðast og um leið bresti hugsanlega ábyrgðarleiðir innan stjórnsýslunnar. Niðurstöður benda til þess að nokkuð skorti á að lagaheimildir að baki þjónustusamningum sem og að innihald samninganna sjálfra sé nægilega skýrt.

Efnisorð


Þjónustusamningar; nýskipan í opinberum rekstri; réttaröryggi notendaþjónustu; ábyrgð.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.1.6

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.