Tími til að tengja? Af stefnumótun í ferðaþjónustu á Íslandi

Gunnar Þór Jóhannesson

ÚtdrátturFerðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið mjög að umfangi síðustu þrjá áratugi og er nú svo komið að atvinnugreinin skaffar umtalsverðan hluta gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Ferðaþjónustu hefur löngum verið lýst sem atvinnugrein með mikla framtíðarmöguleika og eftir bankahrunið 2008 hefur hún verið talin gegna mikilvægu hlutverki í endurreisn efnahagslífsins. Í þessari grein er fjallað um hvernig stjórnvöld hafa leitast við að móta stefnu í ferðaþjónustu. Megindráttum í sögu stefnumótunar í ferðaþjónustu er lýst og gripið sérstaklega niður í tvö tímabil sem varpa ljósi á tilurð hennar og mótun. Gerendanetskenningunni (Actor-network theory) er beitt til að draga fram margleitni og dýnamík í gerð stefnumótunar. Því er haldið fram að stefnumótun í ferðaþjónustu sé afurð flókinna tengsla og á tíðum óvæntra samtenginga og tilviljana auk þess að markast af meintu tengslaleysi stjórnvalda við atvinnugreinina. Í þeim tveim tilvikum sem lýst er leika þorskstofninn og gosaska stórt hlutverk fyrir mótun og tilurð stefnumótunar í ferðaþjónustu.

Efnisorð


Stefnumótun í ferðaþjónustu; gerendanetskenningin; Ísland; tengslahyggja.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.1.8

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.