Nýja kvennahreyfingin á Norðurlöndum á áttunda áratug 20. aldar

Sigríður Matthíasdóttir

ÚtdrátturHér er fjallað um nokkrar nýlegar rannsóknir á nýju kvennahreyfingunni í Svíþjóð, Noregi og Danmörku á áttunda áratug 20. aldar. Byggist greinin einkum á rannsóknum sænsku sagnfræðinganna Elisabeth Elgán og Emma Isaksson, norsku sagnfræðinganna Trine Rogg Korsvik og Gro Hagemann og danska stjórnmálafræðingsins Drude Dahlerup. Allar hafa þessar fræðikonur verið framarlega í þessum rannsóknum á undanförnum árum eða skrifað mikilvægar greinar. Í þeim fjalla þær um "tilurðarsögu" hreyfinganna í viðkomandi löndum, baráttuaðferðir þeirra, hugmyndafræði og tengsl hreyfinganna við jafnréttisbaráttuna í öðrum löndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Er sú "tilurðarsaga" jafnframt tekin til endurskoðunar. Áhugaverðar eru lýsingar á því hvernig hinar ýmsu opinberu "aðgerðir" sem gripið var til í baráttunni endurspegluðu afstöðu kvennanna til málefnisins. Baráttan beindist að auknu jafnrétti í samfélaginu og hafði þess vegna sterka pólitíska skírskotun sem aftur á móti gat orsakað klofning þegar sósíalísk hugmyndafræði og róttækur femínismi tókust á. Markmiðið með greininni er fyrst og fremst það að draga fram ákveðna þætti sem mótuðu baráttuaðferðirnar, rýna í hugmyndafræðina sem byggt var á og skoða þróunina sem varð í löndunum þremur. Tekin eru dæmi af baráttu íslensku Rauðsokkahreyfingarinnar þar sem við á. Í lokin er varpað fram nokkrum spurningum um hvort Rauðsokkahreyfingin á Íslandi hafi byggst upp á sömu þáttum eða þróast með svipuðum hætti og í þessum norrænu systurlöndum. Þeim spurningum verður að vísu ekki svarað nema til komi verulega auknar rannsóknir á þessu sviði hér á landi.

Efnisorð


Nýja kvennahreyfingin; jafnréttisbarátta; "aðgerðir"; hugmyndafræði.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.1.9

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.