Skipulag íslenskra fyrirtækja 2004-2007

Einar Svansson, Runólfur Smári Steinþórsson

ÚtdrátturViðfangsefni greinarinnar er að fjalla um þróun á skipulagi, ferlum og umfangi í starfsemi 200 stærstu íslensku fyrirtækjanna á árunum 2004 til 2007. Gerð var rannsókn að erlendri fyrirmynd í rannsóknarverkefninu Innform á Íslandi. Markmiðið var að kanna hvort ný skipulagsform væru að ryðja sér til rúms eða hvort ný form væru að þróast samhliða eldri formum. Spurningalisti var sendur í pósti til 192 fyrirtækja og svör bárust frá 62 fyrirtækjum (32.3% svörun). Helstu niðurstöður eru þær að stærstu fyrirtækin leggja einna mest áherslu á afurðatengt stjórnskipulag og leggja jafnframt aukna áherslu á viðskiptavininn í skipulagi sínu. Stór hluti fyrirtækjanna (um 70%) styðst hins vegar líka eða eingöngu við starfaskipulag. Þessar niðurstöður benda til þess að skipulag stórra íslenskra fyrirtækja sé um margt sambærilegt við þær erlendu rannsóknir sem miðað var við. Íslensku niðurstöðurnar benda líka til þess að skipulag íslensku fyrirtækjanna sé að þróast á þessu tímabili. Verkefnaskipulag er að ryðja sér til rúms og vísbendingar eru um að skipulag sem grundvallast á eignarhaldsfélögum hafi aukist talsvert á tímanum sem rannsóknin nær til. Áherslan á mannauðsstjórnun mælist með mestu áherslubreytinguna yfir tímabilið af þeim þáttum sem mældir voru. Breytingar á umfangi, úthýsingu og samstarfi milli fyrirtækja mælast frekar litlar yfir tímabilið og breytingarnar ganga skemur hér á landi en virðist hafa verið tilfellið í Evrópu áratugi fyrr. Rannsóknir sem byggja á sama mælitæki og jafnframt á raundæmum eru fyrirhugaðar til að kanna nánar þróun á skipulagi íslenskra fyrirtækja yfir tímabilið 2008-2013.

Efnisorð


Skipulag; ferlar; umfang; samvirkni; tvenndir.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.2.16

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.