Akademískt frelsi

Guðmundur Heiðar Frímannsson

ÚtdrátturÍ greininni er fjallað um akademískt frelsi og leitast við að skýra það og hlutverk þess. Farið er nokkrum orðum um hlutverk háskóla til að gera grein fyrir bakgrunni akademísks frelsis. Gerður er greinarmunur á tjáningarfrelsi og akademísku frelsi og því haldið fram að þessar tvær frelsisreglur séu röklega óháðar hvor annarri. Sömuleiðis verður að skilja á milli þröngs og víðs skilnings á akademísku frelsi. Í greininni er leitast við að skýra akademískt frelsi þröngt þannig að það nái einungis til þeirra sem starfa við háskóla og uppfylla tilteknar þekkingarkröfur og starfa þeirra við þá. Leitast er við að rökstyðja að hafna beri víðum skilningi á akademísku frelsi, að akademískar kröfur eigi við á vettvangi samfélagsins. Skoðað er dæmi þar sem til álita kemur að beita víðum skilningi en því hafnað. Að lokum er því haldið fram að í háskólum sé óhjákvæmilegt að stunda rannsóknir á sviðum sem gagnast ekki umhverfinu í þröngum skilningi en eru mikilvæg í starfsemi háskóla og fyrir þá sem rannsaka og kenna á þessum sviðum. Þessi fræðaiðkun getur einnig komið samfélaginu til góða.

Efnisorð


Akademískt frelsi; tjáningarfrelsi; hlutverk háskóla.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.2.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.