Umræðuvettvangur íslenskra dagblaða með hliðsjón af greiningarramma Colin Sparks

Birgir Guðmundsson

ÚtdrátturAlmennt er viðurkennt að fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum sé grundvallaratriði í lýðræðislegri umræðu. Sífellt háværari hafa þær raddir þó orðið á umliðnum árum sem lýst hafa yfir áhyggjum af því að umræðan í fjölmiðlum hafi verið gengisfelld og meira sé orðið um skemmtun og afþreyingu en þau atriði sem máli skipti fyrir lýðræðið. Þessi þróun hefur verið kölluð "tabloidization" eða götublaðavæðing. Meðal fræðimanna hefur Colin Sparks (2000) einkum mótað umræðuna með greiningarramma sínum um stöðu blaða á opinberum umræðuvettvangi. Fáar tilraunir hafa verið gerðar til að kortleggja íslensk dagblöð samkvæmt þessum greiningarramma og það sem gert hefur verið er orðið margra ára gamalt. Hér er sagt frá innihaldsgreiningu á íslensku dagblöðunum (DV talið sem dagblað) á árunum 2008-2010 þar sem miðað er við greiningarramma Sparks. Að hluta til eru fyrri hugmyndir staðfestar, en þó koma fram mikilvægar upplýsingar sem benda til að blöðin séu mjög einsleit og að verða líkari hvert öðru hvað efni varðar.

Efnisorð


Fjölmiðlar; lýðræði; dagblöð; síðdegisblaðavæðing.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.2.7

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.