Stjórnskipunin og meðferð á fé lífeyrissjóða

Ragnhildur Helgadóttir

ÚtdrátturÍ greininni er fjallað um það hvaða takmarkanir stjórnarskrá og meginreglur stjórnskipunarréttarins setja því hversu mikil og hvernig afskipti ríkið geti haft af því hvernig lífeyrissjóðir nota féð sem í þeim er. Fjallað er um hvernig mismunandi tegundir afskipta (þ.e.a.s. heimildir og skyldur til að leggja fé í ýmist arðbær eða óarðbær verkefni) af því hvernig lífeyrissjóðir nota féð horfa við gagnvart ákvæðum 76. gr. stjórnarskrár um lágmarksframfærslu og 72. gr. hennar um eignarrétt auk skilyrða um að boð og bönn sé að finna í lögum, hafi samfélagslegan tilgang, séu almenn og gæti jafnræðis og meðalhófs. Í ljós kemur að 76. gr. hefur lítil áhrif vægi í þessu sambandi en vernd eignarréttarins leiðir til þess að tæpast er hægt að heimila lífeyrissjóðum né skylda þá til að taka þátt í verkefnum sem ekki eru arðbær. Þá leiða aðrar kröfur sem gera verður til lagasetningar einnig til þess að ákveðin afskipti væru tæpast heimil. Niðurstaðan er sú að lögbundin skylduaðild að lífeyrissjóðum leiðir af sér verulegar takmarkanir á því hve mikil inngrip er hægt að gera í það hvernig lífeyrissjóðirnir fara með fé.

Efnisorð


Stjórnarskrá; lífeyrissjóðir; eignarréttur; réttur til lágmarksframfærslu.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.1.10

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.