Gefa viðbrögð við eldgosi innsýn í krísustjórnun: Dæmi frá Icelandair

Regína Ásdísardóttir, Runólfur Smári Steinþórsson

Útdráttur



Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði víðtæk áhrif á íslenskt samfélag, ekki síst á flugsamgöngur vegna öskuskýsins sem myndaðist við það. Truflanir á flugi teygðu anga sína um stóran hluta Evrópu þannig að flugleiðir lokuðust og farþegar komust ekki leiðar sinnar. Icelandair fór ekki varhluta af ástandinu og stóð frammi fyrir miklum erfiðleikum við að halda uppi þjónustu við farþega sína. Viðfangsefni þessarar greinar er að skoða hvort og hvernig raundæmi frá Icelandair, þar sem viðbrögð félagsins eru rakin þegar truflanir vegna gossins voru mestar, gefi innsýn í krísustjórnun. Um könnunarrannsókn er að ræða og tilgangurinn er að átta sig á ýmsum breytum og áhrifaþáttum krísustjórnunar og draga fram áhugaverðar spurningar til frekari skoðunar. Gerð er grein fyrir hugtökunum krísa og krísustjórnun, atburðarás og viðbrögð Icelandair eru rakin, og niðurstöður dregnar saman í svörum við rannsóknarspurningunum sem lagðar eru fram. Helstu niðurstöður eru í fyrsta lagi að skilgreina má ástandið sem skapaðist hjá Icelandair í kjölfar gossins sem krísuástand. Í öðru lagi að krísuteymi, upplýsingamiðlun og samstarf við hagsmunaaðila hafi verið veigamiklir þættir í viðbrögðum félagsins. Í þriðja lagi að viðbrögð Icelandair hafi vegna sérstöðu krísunnar verið byggð á reynslu og þekkingu félagsins og að framvinda athafna hafi verið um margt sjálfsprottin.

Efnisorð


Eldgos, krísa; krísustjórnun; rekstraráhætta; sjálfsprottnar athafnir.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.1.11

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir




        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.