Boðhlaup kynslóðanna

Gylfi Magnússon

ÚtdrátturGrein þessi fjallar um þróun einkaneyslu, samneyslu, þjóðar- og landsframleiðslu og eignir Íslendinga frá árinu 1870 og til vorra daga auk þess að spá líklegri þróun 50 ár fram í tímann. Í ljós kemur að því síðar sem fólk fæðist á þeim tíma sem skoðaður er þeim mun meiri verður neysla þeirra að jafnaði. Mjög mikill munur er á neyslu einstakra kynslóða framan af tímabilinu. Hann fer síðan minnkandi en er þó áfram talsverður. Þannig geta börn fædd árið 2010 vænst þess að samanlögð einkaneysla þeirra alla ævina verði um 22% meiri en foreldranna og samneysla 78% meiri. Bæði einkaneysla og samneysla hafa aukist verulega frá einni kynslóð til annarrar en þó samneysla hlutfallslega meira. Í greininni er jafnframt lagt mat á verðmæti íslenska hagkerfisins í ljósi framleiðslugetu þess og er niðurstaðan um 51.100 milljarðar árið 2011. Það er sextugföldun frá árinu 1870.

Efnisorð


Einkaneysla; samneysla; kynslóðir; hagvöxtur.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.1.2

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.