Áhrif hvata á störf lækna

Una Jónsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

ÚtdrátturRannsóknir á raungögnum benda til þess að fólk bregðist við hvötum. Slíkt viðbragð er þó mismikið við mismunandi aðstæður. Í þessari grein eru áhrif mismunandi greiðslufyrirkomulags á störf lækna skoðuð. Ferliverkasamningar sem voru tímabundið við lýði á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eru teknir til skoðunar, saga þeirra er rakin og varpað ljósi á hvaða áhrif afnám þeirra hefur haft á samfélagið. Mældar voru hlutfallslegar líkur á að sjúklingum væri vísað í speglun eftir að ferliverkasamningar féllu úr gildi, samanborið við þegar þeir voru í gildi. Tíðni speglana árin 2000-2002 var borin saman við tíðni speglana árin 2003-2005. Gögn fengust frá Landspítala við Hringbraut þar sem speglanir voru flokkaðar eftir tegundum yfir tímabilið. Frá Landspítala í Fossvogi fengust aðeins tölur um heildarspeglanir á ári úr starfsemisupplýsingum spítalans. Frá Sjúkratryggingum Íslands fengust tölur yfir mismunandi speglanir framkvæmdar á einkastofum lækna á tímabilinu og að lokum fengust, til samanburðar, sambærilegar tölur frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Akureyri átti engin breyting sér stað í greiðslutilhögun til lækna á tímabilinu. Niðurstöður sýndu að á einkastofum voru 185% meiri líkur á að einstaklingar færu í meltingavegs- og berkjuspeglun eftir að ferliverkasamningum lauk, en á Landspítalanum minnkuðu líkurnar á speglun um 38,2%. Hlutfallsleg hætta á að einstaklingum væri vísað í speglun á höfuðborgarsvæðinu heilt á litið jókst en líkurnar voru 3,57% meiri á speglun eftir að ferliverkasamningum lauk. Metin tengsl breytinga á greiðslufyrirkomulagi og speglanatíðni eru töluverð, bæði hvað varðar tölfræðilega marktækni og stærð áhrifanna, sem geta tæpast talist smávægileg.

Efnisorð


Greiðslufyrirkomulag; heilbrigðisþjónusta; hvatar; speglanir.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.1.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.