"Við gerum bara eins og við getum" - Þjónusta við fólk með fjölþættar skerðingar

Guðný Jónsdóttir, Snæfríður Þ. Egilson

ÚtdrátturAðstoðarfólk á heimilum fólks með fjölþættar skerðingar er mikilvægur hlekkur í lífi þess og lykill að samskiptum, lífsgæðum og þátttöku. Rannsóknin varpar ljósi á sýn þessa starfsfólks á megináherslur í þjónustu við fólk með flóknar stuðningsþarfir og þörf fyrir fræðslu og stuðning í starfi. Ennfremur var leitað eftir skilningi á heilsutengdum þörfum þjónustunotenda og möguleikum til að styðja við velferð þeirra, þátttöku og lífsgæði. Þátttakendur voru 12 starfsmenn á heimilum fólks með fjölþættar skerðingar. Rannsóknin var eigindleg, rannsóknargagna var aflað með opnum einstaklingsviðtölum og við úrvinnslu þeirra var notað vinnulag grundaðrar kenningar. Niðurstöður gefa til kynna að þjónustan sé hvorki í takt við ört vaxandi mannréttindaáherslur, þar með réttinn til heilsu, né endurspegli hún þann félagslega skilning á fötlun sem er gengið út frá í stefnumörkun. Starfsfólk hugsaði til þjónustunotenda með velvild og hlýju, reyndi að gera eins vel og það gat, en skorti bjargráð. Þekking starfsfólks á heilsutengdum þörfum íbúa var af skornum skammti og lítið gert til að fyrirbyggja frekari fötlun eða versnandi heilsu. Starfsfólk lýsti undirmönnun og mikilli starfsmannaveltu og skorti fræðslu og stuðning við flókin störf. Mikilvægt er að nýta möguleika sem hafa skapast með nýlegum stjórnsýslubreytingum til að endurskoða áherslur í þjónustu við fólk með fjölþættar skerðingar og flóknar stuðningsþarfir.

Efnisorð


Fötlun; flóknar stuðningsþarfir; velferð; aðstoðarfólk.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.1.9

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.