Verðtrygging, þjóðarsátt og inntak kjarasamninga

Þórólfur Matthíasson

Útdráttur


Verðtryggingu fjárhagsskuldbindinga var komið á á Íslandi vegna þess að peningakerfi landsins hætti að virka vegna viðvarandi og mikillar verðbólgu á áratugunum fyrir árið 1979. Í greininni eru óheppilegar afleiðingar mikillar og langvarandi verðbólgu á efnahagslífið raktar. Í fræðilega hluta greinarinnar er gerð tilraun til að beita leikjafræði til að skýra hvernig verðtryggingin breytti aðstæðum og samningsumgjörð á vinnumarkaði. Verðtryggingin breytti kjarasamningsferlinu í grundvallaratriðum. Fyrir tíma verðtryggingar höfðu samningsaðilar á vinnumarkaði takmarkaðan hag af að semja á hófsömum nótum. Þetta breytist hægt og sígandi eftir að verðtryggingunni hafði verið komið á. Verðtrygging fjárskuldbindinga hefur því lagt sitt að mörkum til að stuðla að stöðugleika í efnahagslífinu á Íslandi.

Efnisorð


Verðtrygging fjárhagsskuldbindinga; kjarasamningar, leikjafræðileg nálgun.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.2.12

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.