Stjórnmál eða stjórnsýsla? - Frumundirbúningur og ákvörðunartaka vegna opinbers verkefnis á Íslandi borið saman við norskar lágmarkskröfur

Þórður Víkingur Friðgeirsson, Helgi Vignir Bragason

Útdráttur


Opinber verkefni fara gjarnan fram úr áætlun bæði hvað varðar tíma, kostnað auk þess að standast ekki væntingar um ávinning. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að við undirbúning opinberra verkefna kann sjálf ákvörðunin um verkefnið að byggja á óskhyggju frekar en raunsæi. Þetta er hætta sem mörg vestræn samfélög hafa brugðist við með því að gefa út ítarleg viðmið um ferla og aðferðir sem skylt er að nota við frumundirbúning verkefna. Við undirbúning Vaðlaheiðarganga voru gefnar út nokkrar álitsgerðir sem innlegg við ákvörðunartökuna. Þær eru um sumt mótsagnakenndar. Í þessari grein eru þær skoðaðar sérstaklega, bæði einar og sér og sem heild, og bornar saman við þær kröfur um vinnubrögð við frumundirbúning opinberrar framkvæmdar sem eru gerðar í Noregi.

Efnisorð


Vaðlaheiðargöng; opinberar framkvæmdir; verkefnastjórnun; opinber viðmið.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.1.2

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.