Lýðræðisleg menntastefna: Sögulegt ágrip og heimspekileg greining

Ólafur Páll Jónsson

Útdráttur


Mestan hluta 20. aldarinnar einkenndist stefnumótun íslenskra stjórnvalda í skólamálum af hugmyndum um almenningsskóla sem stofnanir lýðræðislegs samfélags. Það var samt ekki fyrr en árið 1974 sem lög um almenningsskóla nefndu lýðræði berum orðum í markmiðskafla. Fyrri lagasetningar bera hins vegar með sér augljósar lýðræðislegar hugmyndir, ekki síst þá að menntun skuli ná til allra, að skólakerfi skuli vera heildstætt og að aðgangur að menntun skuli einkennast af jöfnuði. Ég mun beina sjónum mínum að opinberri stefnumótun og velta því fyrir mér hvenær, hvort og einnig að hvaða marki megi segja að á Íslandi hafi verið lýðræðisleg menntastefna. Í þessari umfjöllun hafa grunnskólalögin frá 1974 nokkra sérstöðu, bæði vegna þeirrar stefnumörkunar sem birtist í lögunum sjálfum en ekki síður vegna þess margvíslega starfs sem unnið var á vettvangi skólaþróunar í tengslum við þau. Ég mun færa rök fyrir því að á þessum tíma hafi verið eiginlega menntastefna við lýði en að hún hafi svo verið lögð af í sögukennsluskammdeginu á níunda áratug 20. aldarinnar og þegar kom fram á þann tíunda hafi ekki lengur verið við lýði eiginleg menntastefna.

Efnisorð


Lýðræði; menntastefna; sögukennsluskammdegið; Ísland.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.1.6

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir




        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.