Rökræðulýðræði verður stofnanalýðræði: Er hættulegt að færa vald til almennings? Athugasemdir við grein Vilhjálms Árnasonar "Valdið fært til fólksins?"

Jón Ólafsson

Útdráttur


Greinin er viðbrögð við skrifum Vilhjálms Árnasonar um lýðræði, einkum grein hans "Valdið fært til fólksins? Veikleikar og verkefni íslensks lýðræðis í aðdraganda og eftirmála hrunsins." Því er haldið fram að gagnrýni Vilhjálms á lýðræðistilraunir á Íslandi í kjölfar hrunsins 2008 tjái efasemdir um lýðræði og að það form lýðræðis sem Vilhjámur telur heppilegast feli í raun í sér áherslu á vandaða stjórnsýslu á kostnað lýðræðis. Fjallað er um pólitískar umræður, þátttöku og óháðan vettvang almannahagsmuna sem geti rúmað bæði rökræðulýðræði og sjálfstæða fjölmiðla. Því er haldið fram að erfitt sé eða ómögulegt að leggja mat á það utan frá að hve miklu leyti sjónarmið sérhagsmuna, kappræðu og pólitískra hrossakaupa ráða ferðinni á vettvangi stjórnmála. Almennir siðferðilegir mælikvarðar dugi því skammt til að meta stjórnmálaumræðu. Rök eru færð fyrir því að tilraunir á Íslandi með þjóðaratkvæðagreiðslur, þjóðfundi, stjórnlagaráð og fleira séu mikilvæg reynsla sem þurfi að draga lærdóma af frekar en að líta svo á gerð hafi verið alvarleg mistök í skipulagningu og framkvæmd þeirra eins og Vilhjámur heldur fram. Í lokin er bent á að því fari þó fjarri að efasemdum sé þar með eytt um beint lýðræði og að til þess að sýna fram á gildi þess þurfi að svara fullyrðingum efasemdamanna með meira sannfærandi hætti en gert hefur verið.

Efnisorð


Lýðræði; rökræðulýðræði; beint lýðræði; þekkingarfræði; stjórnsýsla.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.1.7

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.