Hverjir verða aðstoðarmenn ráðherra?

Gestur Páll Reynisson, Ómar H. Kristmundsson

Útdráttur


Greinin fjallar um bakgrunn aðstoðarmanna ráðherra 1971-2014 og hvernig sá bakgrunnur hefur breyst. Aldur, menntun og starfsreynsla er til skoðunar með hliðsjón af ríkisstjórnartímabilum og stjórnmálaflokkum ráðherra og því svarað hvort og hvernig þessir þættir hafa breyst á rúmum fjórum áratugum. Þessu til viðbótar er starfsferill aðstoðarmanna eftir að ráðningartímabili lýkur athugaður. Sett er fram líkan um það hvernig bakgrunnur aðstoðarmanna fellur að því hlutverki sem þeir eru líklegir til að gegna. Meginniðurstöður sýna að bakgrunnur aðstoðarmanna hefur ekki tekið miklum breytingum á þeim fjórum áratugum sem um ræðir. Þó er algengara að einstaklingar sem hafa starfað í fjölmiðlum verði aðstoðarmenn en fátítt að sérfræðingar á málasviði ráðherra séu ráðnir. Hjá hluta hópsins virðist starf sem aðstoðarmaður nýtast vel fyrir pólitískan starfsferil síðar.

Efnisorð


Aðstoðarmenn ráðherra; ráðherrastjórnsýsla; pólitísk forysta; íslensk ráðuneyti.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.2.1

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.