Samfélagslegt hlutverk háskóla – Kostun í íslenskum háskólum

Sigurður Kristinsson, Hjalti Jóhannesson, Trausti Þorsteinsson

Útdráttur


Samfélagið er helsti hagsmunaaðili háskóla sem hefur það meginhlutverk að sinna kennslu og rannsóknum. Akademískt frelsi (e. academic freedom) er lykilatriði í starfi háskóla en í því felst frelsi háskólakennara til að kenna og rannsaka. Á liðnum áratugum hefur hinu akademíska frelsi hins vegar verið ögrað af hálfu hagkerfisins og atvinnulífsins og í uppgjöri eftir efnahagshrunið 2008 þóttu háskólarnir hafa verið of handgengnir atvinnulífi og stjórnvöldum. Í þessari rannsókn er kastljósinu beint að samfélagslegu hlutverki háskóla (e. public role of universities), einkum afstöðu akademískra starfsmanna og sérfræðinga í háskólum til akademísks frelsis og kostunar (e. sponsorship) kennslu og rannsókna. Leitað var viðhorfa akademískra starfsmanna og sérfræðinga íslenskra háskóla til mismunandi fjármögnunar á kennslu og rannsóknum. Meðal niðurstaðna er að tæpur þriðjungur starfsmanna höfðu unnið að rannsóknum kostuðum af fyrirtækjum eða einkaaðilum á 3ja ára tímabili. Meirihluti svarenda var mótfallinn því að rannsóknir háskólamanna væru fjármagnaðar með styrkjum frá fyrirtækjum og tæpur helmingur að fjármögnun kæmi frá samkeppnissjóðum. Svarendur á sviði félags-, mennta-, hugvísinda og lista reynast mun líklegri en svarendur af öðrum vísindasviðum til að hafa áhyggjur af því að kostun af einkaaðilum ógni hlutlægni rannsókna. Svarendur sem tilheyra einkareknum háskóla eða stofnun með sjálfstæðan fjárhag reynast líklegri til að hafa unnið að rannsóknum sem kostaðar eru af fyrirtækjum eða einkaaðilum en svarendur sem tilheyra ríkisreknum háskóla eða rannsóknastofnun á fjárlögum. Reynast þeir fyrrnefndu mun hallari undir samkeppnissjóðina en þeir síðarnefndu og marktækt opnari fyrir fjármögnun frá fyrirtækjum.

Efnisorð


Samfélagslegt hlutverk háskóla; akademískt frelsi;fjármögnun; kostun.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.2.14

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.