Gildi náms- og kynnisferða grunnskólakennara fyrir starfsþróun

Guðrún Þorsteinsdóttir, Trausti Þorsteinsson

Útdráttur


Í greininni er sagt frá rannsókn þar sem kannað var gildi náms- og kynnisferða grunnskólakennara í skóla erlendis fyrir starfsþróun kennara. Á árabilinu 2008– 2011 var 309 m.kr. varið úr Verkefna- og námsstyrkjasjóði (Vonarsjóði) Félags grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) til náms- og kynnisferða en markmið sjóðsins er að búa félagsmönnum tækifæri til símenntunar og þróunarstarfa í skólum. Í rannsókninni var sjónum beint að þremur þáttum er tengjast náms- og kynnisferðum kennara í skóla erlendis. Í fyrsta lagi var reynt að grafast fyrir um aðdraganda ferðanna og markmið. Í öðru lagi var horft á skipulag þeirra og fyrirkomulag heimsókna í erlenda skóla og aðrar menntastofnanir. Í þriðja lagi var reynt að fá mynd af ávinningi ferðanna í ljósi markmiða Vonarsjóðs og áhrifum þeirra á starfsþróun í þeim skólum sem í hlut áttu. Greindar voru skýrslur um ferðir sem farnar voru á árabilinu 2008–2011. Einnig voru tekin viðtöl við sex skólastjórnendur úr skólum sem höfðu lagt land undir fót árið 2011. Meginniðurstöður benda til að gildi náms- og kynnisferða grunnskólakennara fyrir starfsþróun sé fremur takmarkað, þær séu einkum skemmtiferðir sem beinast að því að efla kennara sem hóp og auka víðsýni fremur en að þær séu farnar með skýr markmið í huga til starfs- og skólaþróunar.

Efnisorð


Náms- og kynnisferðir; fagmennska; starfsþróun.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.2.16

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.